SKilmálar og skilareglur

 

Um Auðna
Auðna er vefverslun, í eigu SMA ehf, sem leggur mikla áherslu á að veita persónulega og góða þjónustu.
Allar vörur Auðnu eru íslensk hönnun.

Almennt
Viðskiptavinir eru hvattir til að lesa skilmála SMA ehf. vandlega áður en þeir versla hjá félaginu. Skilmálarnir gilda um vefsíðuna og vefverslunina. Með því að nota vefsíðu og vefverslunina Auðnu fellst neytandi á skilmálanna sem neytandi ber ábyrgð á að kynna sér. Við kaup á vörum í vefverslun samþykkir neytandi skilmálana eins og þeir eru á hverjum tíma, og samþykkir og viðurkennir að hafa kynnt sér þá og samþykkt án fyrirvara.
SMA ehf. áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum án fyrirvara. Réttur er áskilinn til að staðfesta pantanir símleiðis.

Vörur
Vörur í vefverslun SMA ehf., Auðnu, sem hýst er á léninu byaudna.is, eru einungis ætlaðar til persónulegra nota. Endursala á vörunum er ekki heimil án tilskilinna leyfa. Réttur er áskilinn til að stöðva afgreiðslu pantana vegna gruns um endursölu án leyfis.
Viljir þú selja vörur Auðnu í þinni verslun, hafðu þá samband við okkur á audna@byaudna.is og tölum saman!
SMA ehf. leggur sig fram við að hafa réttar upplýsingar um vörur og myndir af þeim í vefverslun. Það kunna að koma upp tilvik þar sem um minniháttar litamun getur verið að ræða, innsláttarvillur, uppfærslutafir eða tæknileg vandkvæði.

Verð
Verð á síðunni eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og reiknivillur í vefverslun. SMA ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t. d. vegna rangra verðupplýsinga, breyta verðum eða taka vörur úr sölu án fyrirvara.
Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða með greiðslukorti í gegnum greiðslusíðu Saltpay. Einnig er hægt að greiða með millifærslu með því að hafa samband í gegnum audna@byaudna.is

Afhending og sendingakostnaður
Hægt er að fá pöntunina senda heim eða á afhendingarstað Dropp.
Sendingakostnaður innanlands er samkvæmt verðskrá Dropp, og greiðist af kaupanda.
Pantanir eru sendar samdægus eða næsta virka dag af stað frá versluninni. 
Hafi kaupandi valið að fá sendingu með Dropp/Flytjanda þá ber SMA ehf. ekki ábyrgð á afhendingartíma sendingarinnar. Gilda þá afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar flutningsaðilans. Greitt er eftir þyngd sendingar.
SMA ehf. ber ekki ábyrgð á ef sending týnist eða skemmist í flutningi. Ef vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Auðna til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.
Kaupandi ber ábyrgð á að setja inn réttar upplýsingar um heimilisfang.
Sé varan ekki til mun starfsmaður SMA ehf. hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingatíma hennar, eða bjóða afpöntun og endurgreiðslu.
Hægt er að greiða pöntun á greiðslusíðu Borgunar.

Vöruskil*
14 daga skilaréttur er á öllum* vörum í vefverslun ef varan er ónotuð, óskemmd og með áföstum merkimiðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Greiðslukvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja ef um vöruskil er að ræða.
Skilaverð miðast við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað, nema varan sé á útsölu eða tilboði, miðast þá við verð án afsláttar.
Vara sem afgreidd er í vefverslun má skila gegn endurgreiðslu. Sé vöru skilað gegn endurgreiðslu ber kaupandi allan sendingarkostnað.
Endurgreiðsla er gerð á sama kreditkort og kaupin áttu sér stað upphaflega og athugið að endurgreiðsla getur tekið allt að 5 virka daga til að ganga í gegn. Þetta getur verið mismunandi eftir kortafyrirtækjum og getum við því miður ekki haft áhrif á þetta.

Skipti*
Ef þú vilt skipta um stærð á pantaðri vöru er sjálfssagt mál að skipta um stærð eða í aðra vöru svo lengi sem að lagerstaða okkar leyfir. Ef um skipti er að ræða biðjum við þig vinsamlegast að hafa samband við okkur í gegnum audna@byaudna.is
*Ekki er hægt að skila eða skipta vörum sem keyptar eru á útsölu.

Útsölur og vöruskil
Skila-/skiptiréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu. Afsláttarkóðar eiga ekki við útsöluvörur.

Inneignarnótur
Við vöruskil getur viðskiptavinur fengið inneignarnótu ef ný vara er ekki tekin upp í þá vöru sem skilað er. Gildistími inneignarnótu er ótímabundinn. Gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.

Öryggis og persónuvernd
Upplýsingar um öryggis- og persónuvernd er að finna hér.

Kvartanir
Sé vara gölluð, kaupandi óánægður með kaupin, eða að vara eða þjónusta hafi ekki verið fullnægjandi, skal senda póst á audna@byaudna.is og við leysum málið í sameiningu.
Sé um gallaða vöru að ræða er viðskiptavini boðin ný vara í staðinn eða endurgreiðsla, ásamt sendingarkostnaði.

Lög og varnarþing
Að öðru leiti vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003.
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

SMA ehf.
Fífuvellir 14
221 Hafnarfirði
audna@byaudna.is
Kt. 411221-0220

 

Ekki missa af neinu

Viltu fylgjast með því sem er að gerast hjá okkur? Skráðu þig á póstlistann